Kannski var það hitinn sem fékk þetta fólk útí sumarnóttina til þess að láta vel hvert að öðru en þau hefðu getað valið sér annan stað að mati prests í Bergen í Noregi, en þetta unga par gerði sér lítið fyrir og stundaði kynlíf í Nygård kirkjugarðinum.
Margir vegfarendur áttu leið hjá og meira að segja var kallað á parið. Þá stóð maðurinn upp en hélt svo bara áfram. Ljósmyndarinn sem náði myndunum segir að parið hafi ekki virst skammast sín mikið því þau héldu alltaf áfram þrátt fyrir að fólk væri á ferð þarna framhjá. Hann gekk þarna hjá fyrst og smellti myndum og fór að sinna sínum málum og kom svo til baka 25- 30 mínútum seinna og þá var parið ennþá að.
Ljósmyndarinn segir að þau hafi verið í allskyns stellingum og líka stundað munnmök. Hann bætti því við að þau hafi ekki átt langt að sækja syndaaflausnina eftir þetta.