Var klipptur eins og Kurt Cobain

Hreimur Örn Heimisson söngvari hefur í nógu að snúast þessa dagana en hann er oftast kenndur við hljómsveitina Land og syni. Hann er að vinna fyrir S.Guðjónsson í Kópavogi og hefur verið þar síðastliðin fimm ár. Einnig er hann með útvarpsþátt á Bylgjunni á laugardögum milli 9-12 sem að heitir Hreimsborgarar og spilar svo 3-5 sinnum í viku út um allt en hann er meðal annars að spila með hljómsveitinni Sveitin.

 

Fullt nafn: Hreimur Örn Heimisson

Aldur: 35 ára, fæddur 1. júlí 1978

Hjúskaparstaða: Giftur

Atvinna: Tónlistarmaður

Hver var fyrsta atvinna þín? Vann í sumarstarfi fyrir Póst & Síma er ég var 16 ára, en ég elst að stærstum hluta upp á sveitabæ, þannig að ég var í raun vinnandi maður frá 12 ára aldri.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Ég var eitt tískuslys á unglingsárunum, grunge/íþróttamaður , fer ekki vel saman

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Nei, líklega ekki, en þá myndi ég varla fara segja það 😉

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Já, þegar ég var 16 ára og klipparinn aflitaði á mér hárið og sagði að ég væri eins og Kurt Cobain, Klúður.is

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Neibb

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Fyrir ca. þremur árum þegar ég gleymdi að ég var búinn að lofa Gauja í MND félaginu að spila á hátíð fyrir þau, en var búinn að gleyma því og lét ekki vita að ég væri út í eyjum að chilla, það var erfitt að svara honum í símann þann daginn, úff. En ég er heldur betur búinn að bæta fyrir það klúður.

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Gallabuxum, víðum bol og léttum strigaskóm.

Hefurðu komplexa? Nei, ég er easy going alla leið.

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Komdu fram við fólk eins og þú vilt að fólk komi fram við þig – Á lífsleiðinni hittir þú sama fólk á leiðinni upp og á leiðinni niður..

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Fotbolti.net

Seinasta sms sem þú fékkst? Það kom frá Vigni Snæ og í því stóð DITMY 😉 (dude I totally miss you) Smá Tenacious D grín milli okkar vinanna 😉

Hundur eða köttur? H U N D U R, kettir eru evil.

Ertu ástfanginn? Ó já.

Hefurðu brotið lög? Já, ég var myndaður á 84 km hraða í Hvalfjarðargöngum (ég er svo harður)

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Ekki enn, oft komist nálægt samt…

Hefurðu stolið einhverju? Já, en óvart samt, ég er rosalegur í „jack“ snúrum (gítarsnúrur) hef oft verið gripinn glóðvolgur að pakka saman snúrum sem að ég á ekki.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Eins og staðan er núna hefði ég engu viljað breyta, ég er það hamingjusamur í dag að ég sé sjálfan mig ekki í betri stöðu þó ég reyni einhverju að breyta.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Ég vona að ég geti búið til tónlist, spilað golf og eytt tíma með minni yndislegu fjölskyldu fram í rauðan….

SHARE