Esprit kynnir nú nýju haustlínuna en hún er innblásin af rólegum og yfirveguðum stöðum þar sem Esprit konan getur notið menningu, ljóða og fagurs landslags. Ljósmyndarinn og fyrrverandi fyrirsætan Astrid Munoz tekur myndir af nýju haustlínunni. Við getum verið spennt yfir þessari æðislegu línu þar sem Esprit opnar verlsun í Smáralindinni þann 8.ágúst.
Þessi undurfagri ljósmyndari frá Portó Ríka sem hefur átt forsíðumyndir á óteljandi tískublöðum og gengið tískusýningarpalla fyrir sum af helstu hönnunarhúsum Evrópu kýs nú að taka myndir frá sínum fallega búgarði í Patagonia. Hún sameinar þar með færni sína fyrir framan linsuna með sínum einstöku hæfileikum sem tískuljósmyndari.
Esprit konan er sjálfsörugg, fjölhæf, ástríðufull og áreynslulaus
Sem fyrirsæta og ljósmyndari næstu Esprit herferðar færir hún okkur sjálfsörugga, fjölhæfa, ástríðufulla og áreynslulausa Esprit konu. Fyrirsætur herferðarinnar eru þær Dree Hemingway og Liu Wen.
Örvandi yfirlýsingar – efnin og munstrin
Nýja línan er nútímaleg og frjálsleg með kvenlegu innsæi þar sem mikið er um þykkar prjónapeysur, ull, leður og tweetfatnað. Prjónapeysa, með handofinni áferð, ásamt léttum ullarjakka, leðurjakka, gallabuxum eða tweedstuttbuxum er það sem koma skal. Köflótt efni með blæbrigðum haustsins þar sem brúnir, bordeaux, emeraldlitaðir tónar ásamt sinnepsgulum eru meðal annars áberandi. Hefðbundnir vetrarlitir allt frá svörtum, fölhvítum að navybláum, kakí, brúnum og sólberjalit eru spennandi andstæða við sólsetursgulan og karrýrauðan sem setja töfrandi tón í nútímalegan Esprit klæðnað.
Lykilsamsetningar
Hvort sem þú ert að leita að útiveru eða einfaldlega njóta frítíma býður nýja línan upp á sígildan stíl.
Á ferðalagi að hausti til kýs Esprit konan köflóttar skyrtur með kvenlegu ívafi, gróf stígvél, leðurjakka og þægilegar buxur. Kósý kvöld við arinninn kallar á þykka kaðlapeysu, sinnepsgula, brúna, gráa, beinhvíta eða karrýrauða við ljósar gallabuxur. Hvort sem er í bænum eða borginni kýs Espritkonan hvíta blússu eða sportjakka við þæfð pils og ullaryfirhafnir til að fullkomna útlitið.
Þú getur nálgast nýju línuna í Esprit í Smáralind þann 8.ágúst en þá opnar glæný verslun.