Lindsay Lohan neitar að yfirgefa meðferðina

Lindsay Lohan átti að fara út meðferðinni á morgun, miðvikudag en neitar að fara. Þessi „slæma stelpa“ hefur haft slæmt orð á sér fyrir að vera hömlulaus þegar kemur að djamminu og fíkniefnum, hefur það bara ansi notalegt í meðferðinni og bað um að fá að vera í 4 daga í viðbót.

Já þetta hljómar ekki eins og sú Lindsay Lohan sem við „þekkjum“ en hún hefur nokkrum sinnum stungið af úr meðferð í nánast hvert skipti sem hún hefur farið í meðferð og sagðist ekki eiga við neitt vandamál að stríða þegar hún var hjá David Letterman.

Vinir stúlkunnar segja að henni sé alvara í þetta skipti og hún sé eins og ný manneskja. Hún hafi beðið um 4 auka daga til þess að venjast tilhugsuninni um nýja lífstílinn sinn.

 

SHARE