Hillur sem geta haldið fyrir þér vöku – Myndir

Þessar hillur eru handsmíðaðar í Þýskalandi og það er hægt að raða þeim upp eins og maður vill hvort sem það er í horn eða bara á venjulegan vegg. Þú kemur ekki miklu í hverja hillu en það er það sem gerir þær svo einstakar og stílhreinar.

Þeir sem hafa eignast svona hillur hafa talað um það að hillurnar geta haldið vöku fyrir manni á nóttunni. Ástæðan fyrir því er að viðurinn er gegnheill og mjög „lifandi“ svo hann á það til að aðlaga sig eftir því hvert hita- og rakastigið er í herberginu sem þær eru í. Hreyfingin á viðnum er samt ekki það mikil að það hafi áhrif á hönnunina.

Ef þú hefur ekki á móti því að heyra smá brak og bresti á nóttunni þá eru þetta hillur fyrir þig. Hljóðin gætu jafnvel bara verið notaleg.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here