Að leita að sínum eina rétta er ekki alltaf auðvelt og þess þá síður að byggja upp gott samband. Alltof margir eru í langan tíma í röngu sambandi, alltaf að reyna að láta hlutina virka og þeir eru kannski engan veginn að gera sig. Hér eru nokkur merki fyrir ykkur stúlkur sem geta bent til þess að gaurinn sem þið eruð með eða eruð að hitta sé ekki sá eini rétti:
1. Það er ekkert að segja. Þú getur verið með einhverjum gaur og þið eigið ótrúlega vel saman í kynlífinu en fyrir utan svefnherbergið hafið þið ekkert að segja. Þið eigið fátt sameiginlegt og því er erfitt að finna umræðuefni.
2. Þú tiplar á tánum. Langtímasamband á að vera þægilegt fyrir báða aðila. Par á að geta verið öruggt þegar það er saman en auðvitað geta komið upp allskyns tímabil en þegar þú upplifir að þú þarft að passa upp á allt sem þú segir því hann er alltaf svo pirraður og uppstökkur þá ættir þú að hugsa þig tvisvar um hvort þú viljir vera í þessu sambandi til lengri tíma litið.
3. Þér líður ekki vel með honum. Ef þér líður ekki vel með honum svona í daglega lífinu, finnst hann til að mynda gera of mikið af einhverju, eða ekki nóg af öðru þá ættirðu að hugsa þig um áður en þú stofnar til alvarlegs sambands.
4. Þið getið ekki talað um mikilvæg málefni. Það er búið að tala um það hversu mikilvægt það er að geta talað saman og þó svo að öll samtöl þurfa ekki að vera af alvarlegum toga þá eru sum samtöl þannig og það verður að vera hægt að ræða hluti sem eru ekki þægileg. Þið þurfið að vita skoðun hins aðilans á hjónabandi, fjármálum, barneignum og fleira áður en liðið er of langt á sambandið. Auðvitað ekki á fyrsta stefnumóti en áður en langt er um liðið.
5. Hann lýgur. Það skiptir rosalega miklu að vera heiðarlegur í sambandi og það er aldrei of oft talað um það. Þú tekur fljótlega eftir því ef kærastinn þinn er gjarn á að ljúga. Taktu eftir því. Þú gætir jafnvel tekið eftir því að hann lýgur að öðrum en ef hann lýgur að öðrum er mjög líklegt að hann ljúgi að þér líka og honum finnst í lagi að vera óheiðarlegur
6. Ekkert traust. Til þess að samband geti virkað þarf að vera gagnkvæmt traust í gangi. Hann á að geta verið með vinum sínum án þess að þú sért alltaf að hringja og sömuleiðis átt þú að geta verið með þínum vinkonum án þess að hann sé alltaf á línunni.