Falleg saga um tilfinningarnar

Einu sinni fóru allar tilfinningar saman í frí á eyðieyju. Eðli sínu samkvæmt skemmtu þær sér allar konunglega. Skyndilega var tilkynnt um mikinn storm sem var á leiðinni og var öllum ráðlagt að yfirgefa eyjuna.

Tilkynningin olli mikilli hræðslu og flýttu sér allir í bátana sína. Meira að segja voru skemmdir bátar lagaðir í flýti og komið á flot.

Þó var það Ástin sem vildi ekki flýja strax. Það var svo mikið sem þurfti að gera. En þegar skýin urðu dekkri vissi Ástin að það var kominn tími til að fara. Það voru þá engir bátar eftir. Ástin leit í kringum sig eftir von.

Akkúrat þá sigldi Hagsæld fram hjá á lúxusbát. Ástin hrópaði: „Hagsæld, ertu til í að leyfa mér að fljóta með?“

„Nei“ svaraði Hagsældin, „báturinn minn er fullur af verðmætum eigum, gulli og silfri. Það er ekkert pláss fyrir þig.“

Litlu síðar sigldi Hégómi framhjá í fallegum bát. Aftur kallaði Ástin, „gætir þú hjálpað mér Hégómi? Ég er föst og þarf far. Gerðu það taktu mig með þér.“

Hégómi svaraði hastarlega, „Nei ég get ekki tekið þig með mér. Báturinn minn verður skítugur eftir fætur þína.“

Stuttu síðar fór Sorgin framhjá. Aftur spurði Ástin um hjálp. En það skilaði henni engu. „Nei ég get ekki tekið þig með. Ég er svo sorgmædd, ég vil bara vera ein.“

Þegar Hamingjan fór framhjá nokkrum mínútum siðar reyndi Ástin aftur að kalla á hjálp. En Hamingjan var svo glöð að hún leit ekki í kringum sig og var ekkert að velta fyrir sér hvað var að gerast í kringum hana.

Ástin var að verða eirðarlaus og áhyggjufull. Þá kallaði einhver,
„Komdu Ást ég tek þig með mér.“ Ástin vissi ekki hver var svo góðhjartaður en hoppaði um borð, mjög fegin að hún hefði komist á öruggan stað.

Þegar hún fór svo úr bátnum hitti hún Þekkingu. Áttavillt, Ástin spurði, „Þekking, veistu hver var svo almennilegur að gefa mér far þegar enginn annar vildi hjálpa mér?“

Þekkingin brosti, „Ó það var Tíminn.“

„Af hverju stoppaði Tíminn til þess að taka mig með og koma mér á öruggan stað?“ velti Ástin fyrir sér.

Þekkingin brosti af mikilli visku og svaraði, „vegna þess að tíminn einn veit áhrifamátt þinn og raunverulega getu. Það er aðeins Ástin sem getur komið á friði og fært þessum heimi raunverulega hamingju.“

Þannig að munum ástina og kærleikann, þegar okkur gengur vel og hagsældin er til staðar horfum við framhjá ástinni. Þegar okkur finnst við vera mikilvæg gleymum við ástinni. Meira að segja þegar við erum hamingjusöm eða sorgmædd gleymum við ástinni. Það er svo aðeins með tímanum sem við áttum okkur á mikilvægi ástarinnar og kærleikans.

SHARE