Tiramisu er vel þekktur og vinsæll eftirréttur. Og jarðarber gera hann enn betri!
Efni: (fyrir 5)
- 320gr. jarðarber
- 5 msk. sykur
- 8 msk. amaretto líkjör
- 3 egg, aðskilin
- 3 msk sykur
- 235gr. mascarpone ostur (má nota blöndu af rjómaosti og sýrðum rjóma í staðinn fyrir mascarpone ostinn)
- 6 stórar savoiardi kexkökur eða „ladyfingers“ (uppskrift fylgir ef þið viljið baka þær )
- 2 msk. vatn
Aðferð:
- Kremjið jarðarberin með handþeytara (takið frá nokkur ber til skrauts). Bætið 2msk. og líkjörnum út í.
- Stífþeytið eggjahvíturnar.
- Þeytið eggjarauðurnar með 3msk. af sykri. Bætið eggjahvítum og mascapope út í og loks 2 msk. af líkjör.
- Setjið lag af kökunum á botninn á hverju glasi.
- Blandið saman 4 msk. sem eftir eru af amaretto líkjörnum og 2msk. af vatni. Berið blönduna á kökurnar.
- Bætið nú dálitlu af ostablöndunni út á kökurnar.
- Bætið jarðarberjablöndunni út í glösin.
- Hyljið glösin með plastþynnu og setjið í ísskáp í 2-3 tíma.
- Skreytið með jarðarberjum.
- Berið eftirréttinn kaldan fram.
- „ladyfingers“
- 1/2 bolli hveiti
- 3 stór egg (skiljið rauður frá hvítum)
- 2 msk. sykur
- 1/2 tsk. vanilludropar
- 1/8 tsk. matarsóti
- 3 msk. grófur sykur
- flórsykur til að strá yfir kökurnar
Aðferð
Hitið ofninn upp í 170˚ C
- Þeytið eggjarauðurnar og 2 msk. af sykri þar til hræran er orðin ljós og þykk. Bætið vanilludropum út í. Hristið hveitið yfir og út í en hrærið ekki.
- Stífþeytið eggjahvíturnar með matarsótanum. Bætið sykrinum ( 3 msk.) út í og þeytið áfram þar til hvíturnar eru fullþeyttar. Bætið þeim út í rauðurnar og hveitið og blandið vel.
- Setjið deigið í sprautupoka, sprautið því á bökunarplötu (með pappír á) í 7cm langar lengjur. Hafið gott bil á milli lengjanna.
- Látið flórsykurinn í sigti og hristið ofan á kökurnar. Bakið í 8-10mín. þar til þær eru ljósbrúnar.