Þessi frábæri eftirréttur er eiginlega sambland af búðingi með kókosmjöli og haframéls-smákökum! Fljótlegt og gómsætt.
Efni:
- 200 gr stökkar haframélskökur
- 1/4 bolli ristað kókosmjöl
- 5 msk. bráðið smjör
- 2 msk. púðursykur
- 2 box vanillubúðingur
- 2 bollar köld mjólk
- 2 bollar þeyttur rjómi
- 1 bolli kókosmjöl
Aðferð:
- Hitið ofninn í 190˚C.
- Setjið haframjölskökurnar og ristaða kókosmjölið í matvinnsluvél og látið hana mala það.
- Hellið mulningnum í skál, hellið smjörinu út í ásamt púðursykrinum og blandið. Þrýstið þessu svo í kringlótt form (ca. 22 cm í þvermál).
- Bakið í ca. 10 mín. Kælið.
- Látið búðingsduftið í stóra skál, hellið mjólkinni út í og þeytið þar til búðingurinn fer að þykkna. Þá er þeyttum rjómanum blandað saman við og að lokum kókosmjölinu.
- Hellið búðingnum í (formið) skelina (sem nú er orðin köld) og latið standa í kæliskáp a..m.k. 4 klst.
- Skreytið með þeyttum rjóma og kókosmjöli.
ATH!
Þið getið líka notað niðursuðukrukkur, bakað mulninginn (skelina) í þeim, sett búðinginn í krukkurnar, skellt þeim í kæliboxið og tekið eftirmatinn með í helgarferðina. Svona eftirréttur kæmi fjölskyldunni á ferðalagi skemmtilega á óvart!