Dásamleg svissnesk sítrónukaka – Tinna Björg bakar gómsætar kökur

Tinna Björg Friðþórsdóttir er mikill bökunarmeistari með meiru en hún heldur úti matarbloggi sem nálgast má hér. Tinna birtir hinar ýmsu uppskriftir á síðunni en við á Hún.is erum miklir sælkerar og erum mjög hrifnar af öllum gómsætu kökunum sem Tinna bakar. Hér birtum við uppskrift af dásamlegri sítrónuköku.

Kakan

75 g brætt smjör
175 g sykur
2 egg
salt á hnífsoddi
börkur af 1/2 sítrónu
50 g saxaðar hnetur eða möndlur
225 g hveiti
1 msk lyftiduft
3 msk rjómi
5 msk sýrður rjómi

Glassúr
4-5 msk flórsykur
2 msk rifinn sítrónubörkur
appelsínusafi eftir smekk
sítrónusafi eftir smekk

möndluflögur
kókosmjöl

Blandið þurrefnum saman í skál og leggið til hliðar.
Hrærið smjöri, sykri, eggjum, sítrónuberki, möndlum, rjóma og sýrðum rjóma vel saman.
Bætið þurrefnum við blönduna og hellið deiginu í vel smurt brauðform. Gott er að klæða botn og hliðar formsins með smjörpappír því formkökur eiga það til að festast örlítið við botninn.

Bakið neðarlega í ofninum við 180° í 50 mínútur.

Hrærið saman flórsykri, sítrónuberki, appelsínusafa og sítrónusafa. Blandan á að vera þunn og fljótandi svo hún bleyti upp í kökunni. Hellið yfir kökuna án þess að allur glassúrinn leki niður hliðarnar.

Ristið möndlur og kókosmjöl á þurri pönnu og sáldrið yfir.

Ef þið viljið nálgast fleiri gómsætar uppskriftir endilega kíkið inn á síðu Tinnu – tinnabjorg.com og Facebook síðu hennar sem þú nálgast hér.

 

SHARE