Gay pride íspinnar – Uppskrift

Sigrún á CafeSigrún birti frábæra uppskrift af regnbogaís sem er vel við hæfi nú þar sem Gay Pride vikan byrjaði í fyrradag.
Sigrún segir á heimasíðu sinni að hún hafi ávalt sýnt baráttu samkynheiðra stuðning með því að birta uppskriftir í regnboganslitum.

Okkur fannst tilvalið að deila uppskriftinni með ykkur lesendum frá Sigrúnu.

,,Í ár gerði ég frostpinna úr kókosolíu og hlynsírópi og ég notaði náttúrulega matarliti frá Indian Tree sem eru glúteinlausir, mjólkurlausir og vegan. Þeir eru RÁNdýrir (um 3000 kr flaskan fyrir nokkra millilítra). Litina má kaupa á Amazon og mæli ég eindregið með því að þið splæsið í svoleiðis ef þið getið því hefðbundnir matarlitir eru yfirleitt óþverri. Litirnir eru ekki mjög sterkir en það er jú af því þeir eru náttúrulegir!”

Gleðipinnarnir eru sáraeinfaldir í framkvæmd en viðveran er svolítil þar sem maður þarf að bíða eftir að eitt lag frjósi áður en næsta lag er sett ofan í.

Gleðilega Hinsegin daga!


pride_2013_4

SHARE