Þjálfari stjarnanna talar um ávinning brjóstagjafar – Brjóstagjöf er ekki megrunaraðferð þó hún hjálpi leginu að dragast saman

Við rákumst á viðtal við þjálfara stjarnanna Tracy Anderson á síðunni thebump.com. Tracy er þekkt fyrir að koma stjörnum eins og Gwyneth Paltrow, Kim Kardashian of fleirum í toppform en í viðtalinu talar hún um ávinning brjóstagjafar. Hér er viðtalið við þennan heilsugúru! 

Varstu staðráðin í að hafa börnin þín á brjósti?

Tracy Anderson: Líklegast er ég ákafasti talsmaður brjóstagjafar sem um getur!  Ég á 15 ára gamlan son og var þrjú ár með hann á brjósti. Það var aldrei nein spurning þegar ég gekk með Penný, dóttur mína hvort ég myndi hafa hana á brjósti eða ekki.

Af hverju hefurðu svona ákveðnar skoðanir um brjóstagjöf? Er þetta svona hollt?  

TA: Ég tel að einstaka kona geti alls ekki haft barnið sitt á brjósti og það er ekki mitt hlutverk að dæma hvaða ákvarðanir konur taka. En hitt er víst að það er eðlilegast af öllu að barnið fái brjóstamjólkina. Og barnið leitar að vörtunni þegar það er fætt. Það er í eðli barnsins. Ég held að þegar maður getur gefið einhverju- sérstaklega nýju lífi- eitthvað sé manni fátt hollara en að gera það! Auk þess er ótrúleg hollusta í brjóstamjólkinni!

Hér er mynd af þjálfaranum í ræktinni á meðgöngunni:

Er eitthvert samband milli þess að hafa barnið á brjósti og þess að ná aftur fyrri líkamsþyngd?  

TA: Konur spyrja mig alltaf um þetta. Ég er spurð hvort ég hafi haft börnin mín á brjósti til að losna við meðgönguþyngdina. Svarið við þessu er ákveðið nei. Ekkert er fjarri sanni. Þegar kona er með barn á brjósti þarf hún að fá a.m.k. 500 fleiri hitaeiningar en venjulega svo að mjólkin verði góð og næringarrík. Það er erfitt  fyrir líkamann að framleiða eitthvað úr engu og mikilvægt að mataræði móðurinnar sé gott.  Brjóstagjöf er ekki megrunaraðferð þó að hún hjálpi leginu og kviðvöðvunum að dragast saman. Hún tengir ykkur, barnið þitt og þig og þú ert að gefa barninu þínu næringu og styðja við heilsu þess.

Hver kona hefur sína eigin reynslu af því að gefa brjóst. Ef barnið fær að drekka hjá þér alltaf þegar það vill brenna flestar konur meiru en þær geta borðað og þær léttast. En í sumum tilvikum gengur þetta öðruvísi fyrir sig.

Lentir þú í einhverjum erfiðleikum með brjóstagjöfina?  

TA: Nei og ég er mjög þakklát fyrir það.  Góð vinkona mín ráðlagði mér þegar ég gekk með drenginn minn að leggja hann strax á brjóst og byrja ekki að gefa honum fasta fæðu eða nokkuð annað en brjóstið fyrr en nauðsyn krefði. Ég hélt mig við þetta og hann var á allan hátt hraustur við fæðingu og fór strax að leita að brjóstinu. Mér lá í raun meira á að gefa honum brjóstið en að koma honum í heiminn!

Áttu eithvað gott ráð fyrir konur sem eru að velta fyrir sér hvort þæt ætli að hafa barnið á brjósti?

TA: Mig langar bara að hvetja konur til að reyna.   Mér finnst ekki heilbrigt að ákveða eitthvað ófrávíkjanlega fyrirfram og segja sem svo: „Ég ætla að hafa barnið mitt á brjósti og annað verður ekki í boði“. Stundum er nú staðan þannig að við höfum ekkert val. Hitt er jafnrétt að það er ekki hægt að bera saman næringuna sem barnið fær úr þurrmjólk og brjóstamjólkinni. Því finnst mér rétt að móðirin prófi að gefa barninu sínu brjóst og ef það gengur ekki – einhverra hluta vegna- þarf að bregðast við því. En ég held að þetta muni ganga vel hjá flestum konum.

Geturðu sagt okkur eitthvað skemmtilegt um brjóstagjöf? 

TA: Mér finnst eðlilegt að gefa barninu að drekka innan um annað fólk. Ég fer ekki á afvikinn stað eða breiði yfir barnið þegar ég er að gefa brjóst! Dóttir mín er ekki heldur hrifin af því að láta hylja sig.  Ég var á fundi í gær og Penný var að fá sér sopa. Hún heldur um vörtuna sem hún er ekki að sjúga meðan hún drekkur og svo skiptir hún um! Konan sem ég var að tala við sagði starfsfélögum okkar að barnið „losaði  um mjólkina í brjóstinu sem hún ætti eftir að drekka úr“!

TB: Þú gerðir myndband um stöðuna þegar 11 vikur eru liðnar frá fæðingu.  Af hverju gerðiru það? 

TA: Mig langaði að sýna fólki hvernig veruleikinn er og hvað er hægt að gera.   Meðan ég gekk með dóttur mína safnaði ég miklum upplýsingum um hormónið relaxin, sem gerir líkamanum mögulegt að þenjast út og bera barnið. Þetta hormón er í líkama okkar sex mánuði eftir fæðingu. Ég setti saman æfingarnar sem ég sýni á myndbandinu með þessa vitneskju í huga.

Konur vilja geta verið ánægðar með líkama sinn. Þær langar til að fá aftur svipað útlit og þær höfðu áður en barnið fæddist. Þetta er ekki neinn hégómi og það eru leiðir til að ná þessu markmiði. Ég er að sýna konum þessar leiðir.

 

SHARE