Fréttatilkynning
Blái naglinn – Lokahnykkurinn
Þá er komið að lokahnykknum í fjáröflun vegna línuhraðals fyrir LSH. Átakið stendur frá 13. ágúst til 27. ágúst. Fjáröflunin fer fram með sölu á brjóstnælu Bláa naglans. Nælan verður til sölu hjá þjónustustöðvum N1, íþróttafélögum og öðrum félagasamtökum á landsvísu. Brjóstnælan kostar 1500 kr.
Söfnunin stendur núna í rúmlega 300 milljónum, þannig að upp á vantar tæpar 200 milljónir. Nú hefst lokabaráttan til að ná því markmiði. Því er mikilvægt að vel sé tekið á móti sölufólki og að samtakamáttur þjóðfélagsins komi þessu máli í höfn.
Nokkrar stuttar lifandi auglýsingar hafa verið gerðar fyrir átakið og hér er sú fyrsta sem í loftið í hádeginu í dag:
Einnig hófst í dag sumarleikur Bláa naglans, sem svipar til leiksins „Hvar er Valli“, nema nú er kominn
blár nagli í staðinn fyrir Valla. 20 ljósmyndir eru birtar á vefsíðu naglans www.blainaglinn.is og þar af eru 5 með litlu naglanælunni á.
Til þess að virkja leikinn þarf viðkomandi að hringja í 900 númerin sem eru hér fyrir neðan og klára svo
leikinn á heimasíðunni.
901-7101 1000 kr.
901-7103 3000 kr.
901-7105 5000 kr.
Veglegir vinningar eru í boði, meðal annars innanlandsflug, millilandaflug, hótelgistingar, símar og fleira en nánari listi yfir vinningana er að finna á heimasíðunni.
Annar leikur fer svo í loftið á fimmtudaginn. Hann snýst um að taka mynd af sér með naglanum á Instagram og merkja með (hashtagginu) #blainaglinn.
Vefsíðan www.blainaglinn.is fór í loftið í byrjun júlí sl. en á síðunni eru allar upplýsingar um þær fjölmörgu leiðir sem færar eru til að styrkja Landspítala Háskólasjúkrahús til tækjakaupa.
Styrktarfélagið Blái Naglinn var stofnað árið 2012 til að vekja athygli á blöðruhálskilrtilskrabbameini hjá karlmönnum, en um 50 karlmenn deyja árlega af völdum sjúkdómsins. Félagið var stofnað í kjölfar sýningar heimildamyndarinnar Blái naglinn sem fjallaði um baráttu Jóhannesar Valgeirs Reynissonar við krabbamein í blöðruhálskirtli. Með myndinni hófst vitundarvakning á þessum sjúkdómi sem yfir 200 karlmenn greinast með á hverju á ári.
Frekara ítarefni um verkefnið
Blái naglinn á Facebook.