Íslensk getspá sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu:
“Bónusvinningshafinn frá síðasta miðvikudag hefur ekki gefið sig fram til Íslenskrar getspár. Við lýsum því eftir hinum heppna sem keypti sér Víkingalottómiða á N1 Stórahjalla. Vinningsmiðinn hefur að geyma 18,8 milljónir og vonumst við til að fá vinningshafann með miðann sinn fljótlega til okkar í Getspá.”
Endilega deilið þessu áfram svo vinningshafinn gefi sig fram. Það mun líklega gleðja hann að fá þessar fréttir!