Í Rússlandi eru margir mjög herskáir ný-nasista hópar og hvetja háttsettir öfgamenn þá til að koma sér upp vefsíðum til að ná sambandi við unga samkynhneigða karlmenn. Þegar þeir svo hafa náð sambandi eru þessir ungu menn teknir og pyntaðir og niðurlægðir á allan hátt fyrir kynhneigð sína.
Nú þegar eru liðlega 500 hópar af þessu tagi komnir með heimasíður og starfa þeir í allflestum rússneskum borgum. Félagar í þessum samtökum hafa stofnað til tveggja verkefna sem þeir segja að séu til þess að hafa upp á barnaníðingum. En sannleikurinn er sá að samtökin setja barnaníðinga og homma undir sama hatt. Þeir neyða piltana sem þeir hafa náð á sitt vald með pyntingum til að játa að þeir séu barnaníðingar. Með þessu móti fá þeir samþykki rússnesks almennings til að halda áfram að pynta homma og myrða þá. Í Rússlandi er aðeins um 16% íbúanna á þeirri skoðun að menn skuli fá að vera í friði með að vera kynhneigð sína og margir líta svo á að þessi hreyfing ný-nasista ætli sér að reyna að hreinsna Rússland af samkynhneigðum karlmönnum.
Þessi ungi maður frá Úzbekistan var barinn, pyntaður, málningu makað á hann eins og sést á myndinni og síðan helltu þeir yfir hann hlandi.
Eftirfarandi frétt birtist á síðu Dr. Degtyarev, sem berst fyrir mannréttindum í Rússlandi.
Árásarmennirnir sögðust hafa barið hann með kylfum í nokkra klukkutíma, skorið hann hér og þar, málað hann allan, rifið endaþarm hans og tætt með kúbeini og troðið síðan einangrunarplasti upp í endaþarminn. Hrottarnir sögðu að líklega hafi þetta gengið frá honum. Pilturinn mun hafa kallað á hjálp en hann kunni ekki mikið í rússnesku og þess vegna kom enginn til að hjápa honum! Ennfremur hefur komið í ljós að nágrannar komu til að hjálpa til við pyntingarnar.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”H3XEiSiKy-Q”]
Yfirlýsing frá Mannréttindavaktinni:
Ekki hefur neinn verið tekinn höndum né verið ákærður. Lögregla Putins virðist leggja blessun sína yfir þessa glæpi. Dr. Degtyarev hefur sent fjölda athugasemda og mótmælabréfa til yfirvalda með þeim afleiðingum einum að nú er hann ofsóttur og honum og 72 ára móður hans ógnað með hótunum.
” Ekkert athugavert við þessa hegðun.”
Yfirvöld sendu frá sér yfirlýsingu að litið væri svo á að ekkert athugavert væri við aðgerðir ný-nasistahópanna. Miklu frekar væri rétt að segja að þeir væru að hreinsa upp óhroðann í samfélaginu.
Mannréttindavaktin í Washington, DC telur að það jafngildi í raun dauðadómi fyrir unga samkynhneigða karlmenn í smáþorpum í Rússlandi þegar það fréttist að þeir eru samkynhneigðir. Annað hvort fremja þeir sjálfsmorð eða þeir verða fyrir miklu og alvarlegu aðkasti frá jafnöldrum sínum og yfirleitt henda foreldrarnir þeim út af heimilum sínum. Þetta er algjör martröð.
Nýleg könnun sem gerð var í Rússlandi um viðhorfið til samkynhneigðra leiddi í ljós að þrír af hverjum fjórum sögðu að ekki væri hægt að líða samkynhneigð. 16% töldu að nauðsynlegt væri að einangra samkynhneigða, 22% sögðu að það yrði að skylda samkynhneigða í meðferð og 5% töldu að það eina rétta væri að eyða þeim.
Fleiri skelfilegar fréttir eru að berast um athæfi þessara ný-nasista hópa í Rússlandi. Nýlega voru þeir að sýna á netinu myndir af því þegar þeir voru að pynta samkynhneigðan ungling sem þeir höfðu rænt. Augljóst var af myndunum að unglingurinn var þroskaheftur. Fólk verður að átta sig á því, segja mannréttindasamtök að þessir hópar stunda iðju sína- sem þeir kalla veiðiferðir- fyrir opnum tjöldum og birta myndir af frammistöðunni með blessun yfirvalda. Hér má nálgast mynband sem gengur um netið af þessu hræðilega ofbeldi sem samkynhneigðir verða fyrir í Rússlandi.
Heimild: thedailygrind.com