Krökkunum finnst þetta alveg æði!
Kjúklingabitar með flögum
Fyrir 4
Efni:
- 500 gr. kjúklingabringur frá Ísfugl
- 1 bolli osta Doritos flögur (Cheese Doritos)
- sósa, t.d. Ranch sósa
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180˚ C, setjið bökunarpappír á plötu
- skerið bringurnar í bita í þeirri stærð sem þið óskið
- setjið flögurnar í plastpoka, látið nokkra kjúklingabita í pokann í einu og hristið
- látið bitana á plötuna
- bakið nú í u.þ.b. 25 mín. eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og flögurnar stökkar
- berið fram með kjúklingabitunum þá sósu sem þið viljið helst og dýfið þeim í sósuna!