Vinir og ættingjar Eyþórs Más Bjarnasonar, sem slasaðist alvarlega á vélhjóli í árekstri um helgina, hafa sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu hans.
Eyþóri er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landspítala vegna mikilla áverka.
Eyþór á fjögur ung börn með konu sinni, tvenna tvíbura. Kona Eyþórs, Katrín Björk Baldvinsdóttir, berst við krabbamein og töldu vinir og ættingjar Eyþórs því rétt að stofna til söfnunar til að styðja við fjölskylduna.
Bankanúmer: 315-13-110046
Kennitala: 270645-4539
Ábyrgðarmaður fyrir reikningnum er Ásgeir Indriðason, frændi mannsins.