Dásamlegur heimagerður sykurskrúbbur – Uppskrift

Þú þarft ekki alltaf að fara á snyrtistofu eða eyða morðfjár í dýrar snyrtivörur. Það er hægt að búa til ýmislegt sjálfur sem gott er fyrir húðina. Sykur skrúbbur hreinlega „pússar“  húðina, fjarlægir dauðar húðfrumur og hin mjúka húð þín kemur í ljós. Þessi líkamsskrúbbur sem er bæði sætt og kryddað er alveg ótrúlegt. Sennilega er bæði sykur og alls konar krydd í eldhússkápnum hjá þér og þú þarft ekki nema smávegis meira efni og þá ertu komin með rétta skrúbbinn í sturtuna. Það er sérlega gott að nota sykur skrúbb á þurra húð á hnjám og olnbogum.       

Varúð: þessi líkamsskrúbbur getur gert sturtubotninn hálan af því að í því er möndluolía. Farið því mjög varlega og skolið botninn vel fyrir næsta mann sem notar sturtuna!

Áður en sykurskrúbburinn er sett á allan líkamann er gott að prófa það á innri handlegg, þar sem húðin er viðkvæm svo að víst sé að fólk þoli hann. Handleggurinn á að vera rakur þegar borið er á hann.

Úr þessari uppskrift fást 2/3 bollar af skrúbbi. Blandið efninu með skeið og geymið svo á köldum stað í glasi með loki.

Efni:

  • 1 bolli púðursykur
  • 1 bolli hvítur sykur
  • 3/4 bolli möndluolía
  • 2 tsk. kanill
  • 2 tsk. engifer
  • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Blandið öllum þurrefnunum saman og látið svo olíuna og dropana út í, blandið vel.
  2. Látið blönduna í glas og lokið því.
  3. Notið skrúbbinn í sturtunni eða baðinu á rakan líkamann. Nuddið skrúbbinum létt um handleggi, fætur og axlir.
  4. Skolið vel af ykkur.
SHARE