Flott en einföld baka
Galdurinn er léttur og stökkur botn með ætiþistli og feta osti. Með grænu saladi – að ekki sé nú minnst á kalt hvítvínsglas líka verður þetta fullkomin, létt máltíð.
Fyrir 6
Efni:
- 1/3 bolli rjómi
- 115 gr. feta ostur
- salt og pipar
- pakki af „filó“ deigi (fæst frosið) Þú getur líka búið til pizzabotn eða keypt annarskonar botn.
- 1 glas (225 gr.) ætiþistlar, saxaðir
- 1 msk. ólivuolía
- 1 þeytt egg
- mulinn parmesían ostur (ef vill)
- ný steinselja (ef vill)
Aðferð:
- Hitið ofninn upp í 180˚ C. Berið svolitla olíu á ofnplötu.
- Blandið saman feta ostinum og rjómanum (í blandara), kryddið með salti og pipar.
- Látið deigið (botninn) á plötuna og smyrjið fetaost blöndunni á hann. Raðið ætiþistlinum á botninn og dreifið ólívuolíunni yfir. Berið eggjahræruna á brúnir botnsins.
- Látið bakast í 10-15 mín. eða þar til deigið er orðið ljósbrúnt. Látið kólna aðeins og stráið parmesían osti yfir bökuna, skreytið með steinselju og njótið svo vel!