Langar þig bara í eina bláberjamúffu?
Hefur þig einhvern tíma langað í eina bláberjamúffu? Hér er auðveld og fljótleg uppskrift!
Efni:
1 kaffikrús
2 msk. möndlumjöl
1msk. kókoshnetumjöl
¼ bolli bláber
½ tsk. vanilludropar
2-3 msk. möndlumjólk (með vanillu ef hún fæst þannig)
1 eggjahvíta
1 msk. hlyn- eða agave sýróp
Salt
Aðferð:
- Látið allt efnið í krúsina og hrærið.
- Látið bakast í örbylgjuofni í 2 mín. Takið múffuna úr krúsinni og njótið vel!