Gerðu eins og ég segi kelling!

Ég myndi aldrei gera lítið úr Albert Einstein sem vísindamanni, hvarflar ekki að mér, en maðurinn hefur verið heldur betur skemmtilegur maður til að giftast samkvæmt Daily Mail. Hann giftist Mileva Maric og var giftur henni í 11 ár. Þegar fór að halla undan fæti í hjónabandinu Þá útbjó Einstein reglur sem hann var viss um að ef Mileva færi eftir þá gætu þau haldið sambúðinni áfram fyrir börnin sín.

 

Reglur Einsteins fyrir eiginkonuna.

 

Þú skalt:

 

a) Sjá til þess að fötin mín séu alltaf hrein og fataskápurinn snyrtilegur

 

b) Að ég fái alltaf mínar þrjár máltíðir inn í herbergi til mín á dag

 

c) Að svefnherbergi mitt og skrifstofan mín séu snyrtileg, sérstaklega skrifborðið mitt sem ég einn má nota.

 

Ég vil engin persónuleg samskipti af því að þau eru gjörsamlega óþörf. Sérstaklega vil ég að þú hættir að biðja mig: 

 

a) Að sitja heima með þér

 

b) Að koma í ferðalög með þér

 

Ég vil að þú farir að eftirfarandi reglum í samskiptum við mig:

 

a) Þú skalt ekki ætlast til nándar frá mér né vil ég að þú nálgist mig á nokkurn hátt

 

b) Þú átt að hætta að tala við mig ef ég segi þér að hætta að tala

 

c) Þú skalt yfirgefa svefnherbergi mitt og skrifstofu strax, án mótmæla ef ég segi þér að gera það

 

Þú skalt ekki gera lítið úr mér fyrir framan börnin okkar, hvorki í orðum né gjörðum.

 

Mileva gekk að þessum reglum en var síðan flutt út frá honum með syni þeirra 2 innan nokkurra mánaða. Þau áttu reyndar líka eina dóttur sem þau gáfu strax við fæðingu til ættleiðingar.

 

Pistill frá Bloggi mínu á DV. 

 

SHARE