Heimasíðan bodybuildinglexicon.com birti á dögunum grein þar sem talað var um kosti þess að deita vaxtarræktarmenn. Hér eru nokkur atriði sem talin voru upp. Er eitthvað til í þessu?
1. Þeir halda sér í formi
2. Bara vöðvarnir á þeim gera það að verkum að þú lítur varla við öðrum karlmönnum
3. Þeir eru þér góð hvatning til að lifa heilbrigðum lífstíl og vera í formi.
4. Þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af því að þeir missi sig í sukki og hætti að hugsa um sig.
5. Styrkur þeirra getur nýst vel í hinum ýmsu kynlífsstellingum.
6. Þeir eiga alltaf kort í ræktina og kaupa jafnvel kort fyrir þig líka.
7. Þeir geta lyft og haldið þér uppi eins og He-Man, sem getur verið virkilega æsandi.
8. Þeir eru vanalega ekki loðnir og ef svo er, er líklega kominn tími á að snyrta sig.
9. Þú gætir viljað fara í megrun eða passa upp á mataræðið með þeim ef þú ert ekki vön að spá í þessum hlutum. Þó að þú komir þér í toppform verður hann ekkert fúll eða afbrýðissamur. Kosturinn er sá að hann er sjálfur í góðu formi, hann verður ekkert óöruggur þó þú sért í góðu formi líka.