Friðrik Dór, Sölvi Tryggva og fleiri í skets frá Öryrkja.is – Myndband

Við hjá oryrki.is vinnum sumarvinnu á hverju sumri (síðan 2004) þar sem við gerum sketcha til að bæta ímynd hreyfihamlaðra. Við reynum að gera þetta jákvætt og skemmtilegt og reynum að snúa gildum samfélagsins á haus. Einnig vinnum við allt sjálf, skipuleggjum efnið, tökum það upp, klippum og birtum.

Það er Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra sem eru búin að vera aðal bakhjarlar okkar verkefnis undanfarin ár. Til þess að gefa eitthvað til baka frá okkur ákvað Andri Valgeirsson einn meðlimur oryrki.is að rúlla sér 10km til styrktar Sjálfsbjargar og hefur hann gert það síðan 2011. Við restin af oryrki.is höfum þá reynt að gera skemmtileg myndbönd til að kynna Andra sem hefur líka heppnast ljómandi vel og margir farnir að bíða eftir maraþonmyndbandinu okkar.

Sketchinn þetta árið er örugglega sá stærsti sem við höfum gert frá upphafi og var fjöldinn allur af frábæru liði tilbúið að aðstoða okkur. Má nefna aðila eins og Sölva Tryggvason fjölmiðlamann, Sigurð Ragnar Eyjólfsson fyrrverandi landsliðsþjálfara, Friðrik Dór tónlistarmann, Sísí Ey tónlistarkonu og marga fleiri.

SHARE