Það er kominn nýr Batman – Tekur við af Christian Bale

Nú hefur verið valinn nýr leikari til þess að taka við hlutverki Batman í næstu mynd um hetjuna, en hún mun að öllum líkindum koma út í júlí árið 2015. Það þykir ekkert slor að vera valinn í þetta hlutverk en áður hafa George Clooney, Michael Keaton og Christian Bale, ásamt fleirum leikið hetjuna.

Sá áttundi til þess að fá þetta hlutverk er enginn annar en Ben Affleck en hann vann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í „Argo“.

benafflecklead

 

SHARE