Kanye West kom fram í spjallþætti Kris Jenner á dögunum. Hann ræddi um samband sitt við barnsmóður sína, Kim Kardashian og litlu fallegu dóttur sína, North West.
Kanye talar afar fallega um Kim og segir að það eina sem skiptir máli sé að hann elski hana. Hann segir: Fólk sagði hluti eins og: “Að vera með Kim minnkar trúverðugleika þinn sem listamaður og hönnuður.” Svar mitt við því er: “Veistu, mér er alveg sama. Ég elska þessa konu.”
Hann segir að fólk hafi furðað sig á því af hverju hann var með manneskju sem ljósmyndarar fylgdu út um allt. Kanye hefur verið þekktur fyrir það að kunna illa við ljósmyndara. Hann segist vera með Kim af því hann elski hana og hún sé alveg þess virði. Maður leggur ýmislegt á sig fyrir manneskjuna sem maður elskar.
Hér má sjá brot úr viðtalinu:
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”ZenRuLSVK9A”]