Bananamúffur – Uppskrift

Ath! Byrjið á að laga deig með pressugeri.  ( setjið ½ tsk. þurrger í ½ bolla af volgu vatni. Látið ¼ tsk. af sykri út í til að koma gerjun af stað. Þegar gerið fer að gerjast hrærið þá 1 bolla af hveiti út í. Hnoðið, setjið í skál og stykki yfir og látið svo hefast).

Efni

  • 1 bolli gerdeig (sem búið er að hefast)
  • 1 bolli bananar
  • 3/4 bolli sykur
  • 1/4 bolli ólívuolía
  • 1 egg
  • 1 bolli heilhveiti
  • 1 tsk. matarsóti
  • 1 tsk. kanill
  • 1/2 tsk.  salt
  • 1/2 bolli suðusúkkulaði (brytjað)
  • 2 msk. sykur (til að strá ofan á múffurnar)

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180˚ C. Látið pappírsform í múffuform.
  2. Hrærið vel saman gerdeigið, banana, sykur, ólívuolíu og egg.
  3. Blandið saman heilhveitinu, bökunarsóta, kanil og salti. Blandið þurrefnum og gerdeigsblöndunni saman og látið svo súkkulaðið út í.
  4. Látið u.þ.b. ¼ bolla af deigi í hvert pappírsform.
  5. Stráið sykri á hverja óbakaða múffu. Bakið svo í 18-20 mín.
  6. Kælið múffurnar í forminu um 10 mín, takið þær svo úr forminu og kælið betur.
SHARE