Ath! Byrjið á að laga deig með pressugeri. ( setjið ½ tsk. þurrger í ½ bolla af volgu vatni. Látið ¼ tsk. af sykri út í til að koma gerjun af stað. Þegar gerið fer að gerjast hrærið þá 1 bolla af hveiti út í. Hnoðið, setjið í skál og stykki yfir og látið svo hefast).
Efni
- 1 bolli gerdeig (sem búið er að hefast)
- 1 bolli bananar
- 3/4 bolli sykur
- 1/4 bolli ólívuolía
- 1 egg
- 1 bolli heilhveiti
- 1 tsk. matarsóti
- 1 tsk. kanill
- 1/2 tsk. salt
- 1/2 bolli suðusúkkulaði (brytjað)
- 2 msk. sykur (til að strá ofan á múffurnar)
Aðferð
- Hitið ofninn í 180˚ C. Látið pappírsform í múffuform.
- Hrærið vel saman gerdeigið, banana, sykur, ólívuolíu og egg.
- Blandið saman heilhveitinu, bökunarsóta, kanil og salti. Blandið þurrefnum og gerdeigsblöndunni saman og látið svo súkkulaðið út í.
- Látið u.þ.b. ¼ bolla af deigi í hvert pappírsform.
- Stráið sykri á hverja óbakaða múffu. Bakið svo í 18-20 mín.
- Kælið múffurnar í forminu um 10 mín, takið þær svo úr forminu og kælið betur.