Í ljósi umræðunnar um einelti birtum við þetta myndband. Á myndbandinu sjáum við eldri börn níðast á yngri stúlku, hún er eflaust ekki meira en 3ja ára gömul. Krakkarnir hrinda henni, lemja og taka dótið hennar. Munum að kenna börnunum okkar að það er aldrei í lagi að níðast á öðrum! Við foreldrarnir erum fyrirmyndir og berum ábyrgð á því að börnin okkar greini rétt frá röngu.