Slúðursíðan Perezhilton.com hefur greint frá því að Khloe Kardashian og Lamar Odom búi ekki lengur saman. Nokkrar konur hafa stigið fram og sagt frá meintu framhjáhaldi Lamars. Kris Jenner, móðir Khloe hefur áður greint frá því í fjölmiðlum að þau séu ekki á leið að skilja.
Khloe hefur verið iðin við að birta myndir af þeim hjónum og ástæða þess er eflaust sú að hún vildi ítreka það að allt væri í lukkunnar velstandi hjá þeim hjónum. Það virðist þó ekki vera raunin því að nýlega bárust fréttir þess efnis að Lamar ætti við eiturlyfjavanda að stríða og að sambandið stæði á brauðfótum.
Khloe á að hafa fengið sig fullsadda eftir að hún reyndi að sannfæra eiginmann sinn um að fara í meðferð og hann neitaði. Lamar er sagður vera háður krakki. Khloe á að hafa sagt við eiginmann sinn að ef hann leitaði sér ekki hjálpar við fíkninni væri samband þeirra komið að leiðarlokum. Heimildarmenn PerezHilton.com segja að hvorugt þeirra hafi sótt um skilnað eins og er en miklar líkur eru á því að þau muni sækja um skilnað. Khloe sást á fundi með lögfræðinginum Laura Wasser sem var lögfræðingur Kim Kardashian í skilnaðardeilu hennar.
Khloe og Lamar höfðu verið saman í 4 vikur þegar þau gengu í það heilaga og gerðu með sér samning, svokallaðan kaupmála. Nú er bara að bíða og sjá hvort að eitthvað verður úr þessum skilnaði eða hvort þau nái að leysa sín mál í sameiningu.