Óvenjuleg ástarsaga: piltur (sem var stúlka) hittir stúlku (sem var piltur)
Þau eru að sjá eins og hvert annað hamingjusamt par en bæði eru þau á leið að láta leiðrétta kyn sitt.
Jamie Eagle og Louis Davies eru notalegt ung fólk, mjög upptekið hvort af öðru. Það hvarflar ekki að fólki að hann hafi einu sinni verið hún og hún hafi einu sinni verið hann. Jamie, sem fæddist drengur og er tvítug ætlar að kvænast Louis sem nú er tuttugu og fimm ára og er fædd stúlka. Þau eru nú í hormónameðferð sem undirbýr þau undir kynleiðréttingaraðgerðina. Þau munu ekki ganga í hjónaband fyrr en meðferð er lokið.
Fá daglega hótanir
Parið ákvað að koma fram opinberlega og segja sögu sína. Þau komust að því að það var misráðið að koma svona fram fyrir alþjóð því að síðan það gerðist hafa þau daglega fengið hótanir af ýmsu tagi. Jamie er við nám og býr með Louis í suður Wales segist ekki þora að fara einn út. Þetta er svo sem ekki nýtt, því að ég á heima í smábæ, segir hann og er vanur því að fólk segi eitthvað ótuktarlegt við mig og hrópi á mig þegar það keyrir fram hjá mér. Ég hef líka fengið minn skammt af tölvupóstum. Nú tek ég lyf við þunglyndi.
Sjá ekki eftir því að hafa sagt sögu sína – Segjast þurfa að berjast fyrir réttindum sínum
Samt segjast þau ekki sjá eftir að hafa sagt sögu sína. „Það er með okkur eins og svarta fólkið, samkynhneigða og raunar konur líka“, segir Jamie. Þessir hópar hefðu ekki fengið þær réttarbætur sem þeir njóta í dag ef þeir hefðu ekki barist gegn hvers kyns ranghugmynum. Við ætlum að leggja okkar til“.
Þau segja líka að þetta hafi ekki allt verið neikvætt því að margir hafi haft samband við þau og þakkað þeim fyrir að hafa veitt sér hugrekki. Einnig hafa nokkrir foreldrar leitað ráða hjá þeim.
Jamie segist muna eftir því að hún hafi viljað vera í stelpufötum og leika sér að dúkkum þegar hún var barn (drengur). Þegar hún var orðin unglingur klæddi hún sig í stelpuföt, málaði sig og fékk sér hárlengingu. Fjölskylda mín og flesir aðrir héldu að ég væri hommi en sjálfur vissi ég að ég var ekki hommi. Mér fannst alltaf að ég væri stelpa.
Ekki í röngum líkama
Oft er talað um að transfólk sé fætt í röngum líkama. Jamie segist alls ekki hugsa þannig. Hún segist ekki vera í „röngum líkama“, hún sé bara ekki með rétt kynfæri. “Þegar ég var unglingur reyndi ég að skera kynfæri mín af mér en þetta mun allt breytast þegar aðgerðin á mér verður framkvæmd.” Síðust sex mánuði hefur Jamie verðið í hormónameðferð til undirbúnigs fyrir skurðaðgerðina sem verður gerð innan árs og þá mun allt þetta breytast hjá Jamie. Ytra útlit hefur auðvitað breyst, hún er komin með brjóst, hárið hefur lengst og líkaminn allur orðinn með mýkri línum og kvenlegri en hann var.
Samskiptin við fjölskyldu Jamie hafa ekki verið alveg átakalaus en skilningurinn kemur smátt og smátt og allt gengur betur nú en fyrir fjórum árum þegar hún steig skrefið til fulls. Tvíburabróðir hennar hefur átt einna erfiðast með að sætta sig við breytinguna en systur hennar hafa staðið með henni og stutt hana.
Fannst hann alltaf vera strákur – Þoldi ekki þegar fólk sagði að hann (hún) væri sæt
Louis, sem áður hét Samantha segist ekki muna eftir öðru en sér hafi fundist hann vera strákur. Hann þoldi ekki þegar fólk var að segja að hann (hún) væri „svo sæt“ og fór í ruðningsboltalið bæjarins. Hann æfði líka glímu og gekk í stuttbuxum og bolum. Fólk sagði að ég væri bara alveg eins og strákur sem honum þótti alveg ágætt að heyra.
Unglingsárin voru hræðilega erfið og hann fór að nota eiturlyf- alla súpuna frá kókaíni til sveppa. Það var á þessu tímabili sem hann heyrði orðið transmaður í fyrsta sinn. „Ég hafði heyrt um Jerry Springer og orðið transsexual var notað um hann en vissi varla hvað það þýddi“, segir hann „en mér fannst einhvern veginn að orðið transmaður benti ekki á einhver kynferðisleg frávik eða hvernig manneskja ég væri. Það rann upp fyrir mér að hægt væri að breyta kyni fólks. Ég varð óttasleginn um leið og mér fannst ég hafa öðlast frelsi“.
Þegar Louis var tuttugu og eins árs var hann kominn með hugrekki til að fara til heimilislæknisins og ræða málin við hann. Maður verður að hafa reynt að lifa sem „hitt kynið“ í mínu tilviki sem karlmaður í tvö ár áður en maður fær að byrja á hormónameðferð. Þegar henni er lokið er loks hægt að fara að ræða skurðaðgerð og þá að því tilskildu að fagfólkið samþykki hana.
„Þetta hefur verið fjölskyldu minni frekar erfitt. Móðir mín segir núna að hún hafi átt dóttur í 21 ár og misst hana en svo hafi hún eignast son.
„Það var erfitt að mæta í vinnuna fyrsta daginn í „nýju kyni“. Sumir töluðu ekki við mig sennilega af því þeir voru hræddir við að segja eitthvað óviðeigandi. Einn og einn var með ónot“.
Þegar Louis var 23 ára gamall ákvað hann að fara í nám í viðskiptafræði. “Það var léttir að vera innan um ungt fólk þar sem enginn þekkti mig sem annan en karlmanninn Louis.” Þá um haustið byrjaði hann líka í hormónameðferðinni.
Þarna í skólanum kynntist hann Jamie sem þá var líka í hormónameðferð. Þau tóku upp samband fljótlega eftir að þau kynntust þó að þeim hafi í fyrstu báðum þótt það einkennilegt. Þau gera sér líka alveg grein fyrir því að fólk er með ýmsar skoðanir á sambandi þeirra og yfirleitt á því að fólk sé að skipta um kyn. Þar hefur femínistinn Germaine Greer tjáð sig hvað mest og segir að svona „konur“ verði aldrei fullgildar konur.
En Jamie og Louis hafa traust samband. „Ýmislegt er missagt um okkur, segir Jamie en staðan er sú að Louis er strákur og ég er stelpa“.
Það ber að taka það fram að fólk sem lætur leiðrétta kyn sitt hér á landi kýs frekar að orðið transgender eða transkona/maður sé notað en orðið kynskiptingur, þessar upplýsingar höfum við frá Samtökunum 78.