“Ég hefði gert það sama og þú!” – Faðir Miley Cyrus tekur málstað hennar

Tónlistaratriði söngkonunnar ungu Miley Cyrus hefur vakið mikla athygli en atriðið var mjög umdeilt og mikið var rætt um að hún hefði farið yfir strikið. Það virðist vera að þónokkrir hafi fengið fyrir hjartað vegna “framkomu” söngkonunnar ungu. Fólk tjáði sig um það á Twitter að hún hefði sett sig í kynferðislegar stellingar á sviðinu og mörgum fannst það ekki við hæfi. Það verður hver að dæma fyrir sig en faðir Miley stendur þó fast við bak dóttur sinnar.

Billy Ray Cyrus lýsti yfir stuðningi við dóttur sína á Twitter og birti eftirfarandi ummæli:

Diane Martel, sem er konan á bak við tónlistarmyndböndin sem gerð voru við lögin We cant stop og Blurred lines tekur málstað söngkonunnar. Hún segir að með því að reka tunguna út hafi Miley ekki verið að reyna að vera dónaleg, það sé fráleitt að halda að hún hafi rekið tunguna út á kynferðislegan hátt. Hún segir að það hafi ekkert kynferðislegt legið þar að baki og að hún sé gáttuð á tepruskap fólks, hún segir að fjölmiðlar og almenningur ættu að sjá kaldhæðnina í þessu öllu saman.

 

 

 

SHARE