Eplamúffur með amaretto – Dásamlega bragðgóðar

Múffur með eplum, „streusel“ og amaretto líkjör. Það þarf að hafa aðeins fyrir því að baka þessar múffur en þær eru ótrúlega góðar fyrir þá sem nenna að hafa aðeins fyrir bakstrinum. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því að prófa þessar.

Uppskrift fyrir 12 múffur 

 

Efni

1 1/2 bolli hveiti

  • 1/2 tsk. lyftiduft
  • 1/4 tsk. salt
  • 1/4 tsk. bökunarsódi
  • 3/4 bolli sykur
  • 1/4 bolli sýrður rjómi
  • 1/4 bolli smjör (mjúkt)
  • 2 msk. amarettó (möndlulíkjör)
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 egg
  • 1/2 bolli sýrður rjómi
  • 1/4 bolli undanrenna
  • 3/4 bolli epli, brytjað
  • 1 msk. hveiti
  • „Streusel:“
  • 2 msk. hveiti
  • 2 msk. púðursykur
  • 1/4 tsk. kanill
  • 2 msk. smjör (kalt)
  • 2 msk. möndlur, sneiddar
  • Glassúr:
  • 1 bolli flórsykur
  • 4 tsk. undanrenna

 

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180˚ C.
  2. Látið pappírsform í múffuformið (12 múffur).
  3.  Setjið hveiti, lytiduft, salt og bökunarsóda í skál og blandið. Látið sykur, ¼  bolla af sýrðum rjóma og ¼ bolla af smjöri í skál og hrærið saman. Bætið amarettó líkjör, vanilludropunm og eggi út í og þeytið vel. Hrærið nú saman ½ bolla af sýrðum rjóma og ¼ bolla af undanrennu. Hristið 1msk. hveiti saman við eplið.
  4.  Sameinið nú hveitiblönduna, hræruna með sýrða rjómanum og hræruna með sykrinum. Blandið vel.  Setjið eplin út í og látið svo deigið í formin.
  5.  Látið 2 msk. af hveiti, púðursykur og kanil í skál, blandið smjörinu saman við og bætið möndlunum út í. Dreifið þessari blöndu yfir múffurnar og bakið þær svo í u.þ.b. 25 mín. og kælið svo.
  6. Hrærið saman flórsykur og mjólk og látið drjúpa á múffurnar. (sjá mynd)

 

Ef ekki hentar að nota amarettó líkjör er hægt að nota í staðinn ½ tsk. af möndludropum. 

 

 

 

SHARE