Kelly Cottle hjálpar eiginmanni sínum oft með því að bera hann á bakinu á svæðum sem hann á erfitt með að fara um sjálfur, t.d. á ströndina eða að sundlauginni.
Blaðamaður bað þau leyfis að fá að taka af þeim mynd þar sem Kelly ber mann sinn á bakinu og var það auðfengið. Þegar myndin svo birtist á netinu var fólk mjög snortið af þeim kærleika sem þar birtist.
Jesse Cottle, eiginamaður Kellyar var í bandaríska sjóhernum og missti fæturna í sprengingu árið 2009 þegar hann gegndi herskyldu í Afghanistan.
Þau kynntust á sundmóti í San Diego þar sem hann var í endurhæfingu og hún var í sundliði Boise háskólans. Þau gengu í hjónaband í fyrra.
Myndirnar af þeim hafa farið um netið og vakið mikla athygli. Kelly segir að margir séu í erfiðum aðstæðum og það sé gott að geta sýnt fólki fram á að það er hægt að takast á við þær.