Of Monsters And Men á Vífilstaðatúni – Myndbönd og myndir

Stórglæsilegir tónleikar voru haldnir á Vífilstaðatúni í Garðabæ í kvöld þar sem Of Monsters and Men, Mugison, Moses Hightower og Hide Your Kids voru að spila. Mikill viðbúnaður var á svæðinu og sumar götur í kring lokaðar. Aðalbílastæði tónleikanna var á Kauptúnssvæðinu í Garðabæ og einnig var boðið upp á fríar ferðir með strætó að tónleikasvæðinu frá Mjóddinni, Ásgarði og einnig frá Kauptúnssvæðinu.

Tónleikarnir voru vel sóttir og allir virtust skemmta sér konunglega.

Screen shot 2013-08-31 at 23.44.14

 

Screen shot 2013-08-31 at 23.48.01

 

SHARE