Kjúklingaréttur með chilipipar – Uppskrift

Þessi réttur er dálítið sterkur svo að ef þig langar ekki að nota Jalapeno piparinn er alveg hægt að nota grænan chili pipar í staðinn. Eins er hægt með hafa meiri kjúkling og ost í þessum rétti en talað er um í uppskriftinni ef fólk vill.

Efni

1 msk. olía

1 laukur, saxaður

3 hvítlauksrif, marin

60 gr. jalapeno pipar, saxaður

60 gr. grænn chili pipar, saxaður

2 tsk. cumin

1 tsk. oregano

1 tsk. cayenne pipar

1 líter kjúklingasoð (getur líka leyst tvo kjúklingateninga upp í 1 líter af vatni)

3 bollar fulleldaðar kjúklingabringur, skornar í bita

3 ½ dósir hvítar baunir

1 bolli rifinn ostur

 

Aðferð


1.     Hitið olíuna á meðalhita. Hægsteikið laukinn. Bætið öllu kryddinu og pipar út í, eldið og hrærið. Hellið kjúklingasoðinu út á, bætið kjöti og baunum út í. Látið krauma u.þ.b. 15 mín. Hrærið öðru hvoru.

2.     Takið pottinn af hellunni,  stráið ostinum út í og látið hann bráðna. Berið súpuna fram heita og njótið hennar vel!

 

SHARE