Það er alltaf að færast í aukana að fólk sneiði hjá dýraafurðum. Það eru ýmsar góðar grænmetisuppskriftir til sem hægt er að nálgast á veraldarvefnum en HuffingtonPost birti lista yfir nokkra fræga einstaklinga sem neita ekki dýraafurða. Hver hefur ekki heyrt manneskju segja, hvað borða eiginlega þessar grænmetisætur? Hér eru nokkur dæmi um góðan morgunverð sem hentar grænmetisætum.
Lea Michele
Lea er grænmetisæta og hún sagði í viðtali við womens health að týpískur morgunverður væri tófú með salsa og avokadó í eða hafragrautur með soya mjólk.
Ellen DeGeneres
Ellen hefur verið grænmetisæta í mörg ár en hún heldur úti síðu þar sem hún birtir uppáhalds uppskriftir sínar. Ellen fær sér oft pönnukökur búnar til úr höfrum og bönunum í morgunmat. Hér má sjá uppskrift.
Bill Clinton
Fyrrum forseti Bandaríkjanna hætti að borða dýraafurðir árið 2010 og missti 15 kg. Hann segist nánast alltaf fá sér boozt með möndlumjólk, ferskum berjum, mjólkurlausu próteini og klaka.
Alicia Silverstone
Þið munið eflaust eftir leikkonunni úr kvikmyndinni Clueless. Leikkonan hefur verið grænmetisæta í mörg ár og hún segir að breytt mataræði hafi bætt svefninn, styrkt neglurnar og aukið orkuna. Hún hefur gefið út eina matreiðslubók en hún inniheldur meðal annars þessa uppskrift hér, þetta lítur ansi vel út!
Carrie Underwood
Hún fær sér tófu hræring með lauki, pipar, spínati og salsa.
Vissir þú að eftirfarandi stjörnur borða ekki dýraafurðir?
Mike Tyson, Betty White, Denzel Washington, Christian Bale, Ben Stiller, Steve-O og Bruce Sprinsteen