Sjötugur maður frá Ástralíu leitaði læknishjálpar vegna blæðinga frá kynfærum. Maðurinn er sagður hafa ætlað að fullnægja sér kynferðislega og taldi að leiðin til þess væri að stinga skafti gaffalsins djúpt inn í typpið á sér. Gaffallinn var 10 cm langur.
Maðurinn var lagður inn á spítala þar sem hann fór í aðgerð til að láta fjarlægja gaffalinn. Læknunum tókst að fjarlægja gaffalinn og maðurinn hlaut engan varanlegan skaða af þessu uppátæki. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem manneskja leitar læknishjálpar eftir atvik sem þetta. Læknarnir sem greindu frá þessu máli sögðust hafa tekið á móti sjúklingum sem hafa reynt að stinga hinum ýmsu hlutum í líkama sinn, þar má meðal annars nefna penna, nælur, síma, lím, kókaín, rör, ljósaperur, gulrætur og snáka.
Manneskjan gerir ýmislegt til að fullnægja kynferðislegum löngunum sínum. Athafnir sem þessar geta þó haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og dæmi eru um að fólk hafi látist af áverkum sínum.