Leyfir þú barninu þínu stundum eða jafnvel alltaf að velja hverju það klæðist? Þessi börn fengu að velja fötin sín alveg sjálf og samsetningin er oft ansi skemmtileg. Sum börn vilja helst alltaf fá að vera í ofuhetjubúningum, prinsessukjólum eða tjullpilsi og kuldastígvélum við. Þegar börnin fá að ráða þessu öllu saman sjálf er útkoman oft mjög skemmtileg. Er barnið þitt farið að hafa skoðanir á því hverju það klæðist? Eða átt þú góðar minningar frá þeim tíma þegar barnið vildi alltaf klæðast einhverju ákveðnu? Átt þú svona skemmtilegar myndir? Sendu okkur!
Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir af dásamlegu börnum, þau eru yndisleg þessi börn, það er alveg á hreinu!