- Efni
- Mangó Salsa:
- 2 þroskuð mangó, skræld og skorin í bita
- 2 msk. rauðlaukur, saxaður smátt
- 1 lítill jalapenó pipar, fræ hreinsuð burtu, saxaður smátt
- 1/2 bolli kóríander, saxað
- Safi úr hálfri límónu
- Aðferð: blandið öllu þessu saman og þá er komið salsa!
- Sósa úr lárperu (avókadó)
- 2 vorlaukar
- 1 þroskuð lárpera
- 1 bolli spínat og klettasalad, blandað
- 1/2 bolli kóríander
- 3 hvítlauksrif
- Safi úr 1/2 límónu
- salt og pipar
- 3/4- 1 bolli vatn
- Aðferð: Látið allt efnið í blandara og maukið og þá er sósan tilbúin!
Kjúklingur með kókos
- 1 bolli kókosmjólk
- 2 stórar kjúklingabringur, skornar í ræmur
- 2- 3 bollar kókosflögur
- 8 heilhveiti tortillur
- Aðferð: steikið bringurnar á pönnu þar til kjötið er gegnsteikt, hellið kókosmjólkinni yfir og bætið svo kókosflögunum út í. Notið salt og pipar að smekk.
- Velgið tortillur, látið kjúkling á hverja tortillu, lárperusósuna á kjúklinginn og salsað ofan á allt. Njótið vel!