Sjónvarpsstjarnan Julie Chen talar hér opinskátt um lýtaaðgerð sem hún gekkst undir í þeim tilgangi að fá fleiri atvinnutilboð. Julie var sagt að hún liti út eins og henni leiddist á sjónvarpsskjánum og að hún þyrfti að gera eitthvað í útliti sínu. Julie talar um að hún hafi leitað til umboðsmanns sem sagði henni að hann gæti því miður ekki unnið fyrir hana nema hún færi í lýtaaðgerð. Lýtaaðgerðin fólst í því að stækka á henni augun. Julie er asísk og hún lét undan og gekkst undir þessa aðgerð. Það er alveg óhugsandi að konum sé sagt að þær þurfi að breyta útliti sínu til að ná árangri í starfi sínu.
Julie talar jafnframt um að eftir aðgerðina hafi henni gengið mun betur að fá vinnu í þessum bransa. Í dag er hún þekktur sjónvarpskynnir í Bandaríkjunum. Ætli karlmönnum sé jafn oft sagt að breyta útliti sínu til að ná frama í starfi sínu? Það er ólíklegt að karlmenn lendi jafn oft í svona löguðu og konur. Hér má sjá viðtal við þessa konu:
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”wrf7xXHdjLk”]