Fólk sem er jákvætt er hamingjusamara en þeir sem einblína á það sem er neikvætt!

Menn hafa verið að rannsaka sambandið milli skapgerðar fólks og lífsánægju.

Líklegast er talið að  fólk sem er „ánægt í sjálfu sér“ sem vísar til þess að það hafi jákvæða aðkomu að málum en ekki neikvæða sé hamingjusamara, sé síður  þunglynt og yfirleitt ánægðara með lífið en hinir sem hugsa neikvætt.

Jákvæð aðkoma er skilgreind þannig að fólk leitar frekar jákvæðra lausna og hugsar jákvætt en aftur á móti er talað um  neikvæða aðkomu þegar  fólk einblínir á það sem er neikvætt.  Í rannsókninni sem vísað var til var fólk flokkað í fjóra hópa eftir því hvort aðkoma þess að málum var jákvæð eða neikvæð.

  • „ánægður í sjálfum þér“ – þeir sem eru mjög jákvæðir og varla neikvæðir
  • „ eyðileggjandi hegðun“ – þeir sem nálgast málin neikvætt og afar sjaldan jákvætt.
  • „ ýkt viðbrögð“ – þeir sem bregðast mjög sterkt við málum, jákvætt og neikvætt.
  • „lítil viðbrögð“ – þeir sem sýna varla viðbrögð, jákvæð eða neikvæð.

 

Rannsóknin sem var gerð við hjáskólann í Gautaborg í Svíþjóð leiddi líka í ljós að fólk sem var ánægt í sjálfu sér hafði yfirleitt sínar aðferðir til að halda í hin jákvæðu viðhorf.

Meðal þess sem var sagt mjög árangursríkt til að viðhalda góðu andlegu gengi var að leita stuðnings hjá vinum, vera sáttur við sjálfan sig, hafa stjórn á skapsmununum og sækja sér styrk í trúna. Sumir  nefndu skemmtanir, félagsskap af ýmsu tagi, fara á netið eða æfa og að spjalla við sjálfan sig um að engin ástæða sé til að vera ólukkulegur!

Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að það er samband milli þess hve ánægt fólk er með lífið og hverjar lífslíkur þess eru. Rannsókn sem Harvard háskólinn hefur verið að gera síðastliðin 75 ár sýnir ljóslega fram á að það skiptir meginmáli að fólk búi við og eigi kærleika og ást svo að lífið verði farsælt.  Önnur rannsókn sem var gerð við háskólann í Taiwan segir að farsælast sé að fólk tileinki sér sitt lítið af hvoru, bjartsýni og svartsýni.

 

Heimild: Huffpost

SHARE