Litla barnið með höfuðverk og móðir í ofþyngd – Uppfært

Lesandi spyr:
Góða kvöldið,
Ég á eina tæplega átta mánaða skottu sem að sefur mjög illa og er með hægðartregðu og það heyrast mikil læti í maganum
á henni eins og það sé loft að trufla hana.
Svo grípur hún mikið um höfuðið á sér og eyrun og mér var sagt að það gæti verið að hún væri alltaf að fá höfuðverk.
Hún er búin að vera frekar pirruð undanfarið.
Svo er ég of þung og mig langar svo að vita hvort að ég geti fengið hjálp fyrir mig og dóttur mína.
Með fyrirfram þökk.
Þór svarar: 

Sæl vertu

Yndisleg dúlla sem ég sé með þér á myndinni.

Það sem er að þeirri stuttu að hún þarf aðeins minni skammta af mjólk í einu og lengja mjaltatimann um 15-20 min þannig að hún ropi vel á milli ásamt því að hafa bossann lengra niður við gjöfina og höfuðið hærra.

Hægðatregða er algeng hjá ungabörnum og veldur veseni og óþægindum hjá þessum elskum en ég skynja eins og að hún fái smá verk í miðeyrað annað slagið en ég skal senda henni aðstoð vegna eyrnanna.

Þið fáið báðar aðstoð með þyngdina en mér finnst eins og þú hafir dottið inn í ísskápinn vegna leiða og streitu,vöðvabólga á slæmu stigi svo og mjóbakið. Hnén eru farin að kvarta annað slagið og fótapirringur á kvöldin.

Við getum sagt að þú hafir fengið vægt fæðingarþunglyndi og einmannaleiki gripið um þig líkamsútlit í ólagi og það hafi alveg farið með þig.

Það er bara svo einstaklingsbundið hvernig konur líta út á meðgöngu og eftir hana að ekki er til einn mælikvarði á slíkt.

Ef þú lítur á ávöxtinn sem olli þessum óþægindum þá munt þú finna að það var þess virði og meira en það.

Sendi með mynd af mér sem þú skalt um tíma hafa sem skjámynd á tölvunni þinni á meðan átökin um ísskápinn fara fram og þegar þú sérð myndina fyrir þér færðu kraft til að standast freystinguna

Bkv

þg

 

Lesandi svarar:

Það var hárrétt hjá þér, dóttirin er komin með í eyrun og er komin með pensilín fyrir því.
Takk æðislega fyrir þetta:)
bkv

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here