Voru pennavinkonur í 55 ár – Hittust í fyrsta skipti í vikunni

Linda Martin og Wendy Norrie hafa verið pennavinkonur í 55 ár eða síðan Wendy sem er frá Ástralíu var í 4. bekk. Það var verkefni í bekknum hennar að allir fundu sér pennavin og þær hafa skrifast á alla tíð síðan.

 

Þær hittust í fyrsta skipti á mánudaginn en Wendy var að koma í fyrsta skipti til Bandaríkjanna. Þegar Wendy sagði Linda frá áformum sínum um að koma til Bandaríkjanna, bauð Linda henni að koma til sín til Arisona og dvelja hjá henni í tvær vikur.

Það var þá fyrst sem þær skiptust á netföngum því þær höfðu alltaf skrifast á í venjulegum bréfpósti. Þær voru mjög spenntar að hittast og þegar það loksins gerðist grétu þær báðar.

SHARE