Hrósum!

Hrós lætur okkur líða vel hvort sem það erum við sem hrósum eða fáum hrós, það getur verið allskonar þú getur hrósað vinkonu þinni hversu dugleg hún sé að vinna, hvað hún stendur sig vel í skólanum eða hversu vel hún líti út.

Láttu mömmu þína eða þann sem bíður þér í mat vita að máltíðin var dásamleg, það er að segja ef þér fannst hún góð. Þú getur líka hrósað ókunnugum, hvað er að því að láta konuna sem er fyrir framan þig í röð vita að hún sé í fallegum jakka?
Nýbakaðir foreldrar eru gjarnan óöruggir og vita ekki alveg hvort þau séu að gera rétt eða gera nógu mikið. Það er því mjög hjálplegt að finna það sem fólk gerir vel og hrósa því fyrir.
Vinkona mín var dugleg að hrósa mér eftir að ég átti son minn, hún sagði að ég væri dugleg að gera þetta ein og að ég væri svo endalaust þolinmóð og góð móðir. Þessi hrós skiptu mig meira máli en hún getur mögulega gert sér hugarlund um en ég hef svo sannarlega látið hana vita hversu ofboðslega mikið þessi orð skiptu máli.
Fólk þarf einnig að kunna að taka hrósi, mér finnst alveg afskaplega leiðinlegt að hrósa fólki sem dæsir og segir setningar eins og „æih ég veit það nú ekki, væri kannski flottur kjóll ef ég væri ekki svona feit“.
Hrósaðu manneskjunni sem þú stundar kynlíf með, láttu hana vita hvað þér líkar við hana. Það virkar vel fyrir báða aðila.

Þakkir eru almenn kurteisi en alltof margir sem þakka of sjaldan fyrir sig en hugsa jafnvel eftir á, af hverju þau þökkuðu ekki betur fyrir og fá þá samviskubit. Það er ekkert of seint að hringja daginn eftir eða nokkra daga eftir og þakka fyrir sig, segja einfaldlega að þér hafi þú ekki fundist þakka nægilega fyrir þig og gera það þá.

Það er mjög leiðinlegt að gera hluti fyrir fólk sem þakkar ekki fyrir sig, það vitum við öll. Láttu þjóninn vita ef þú varst ánægð/ur með þjónustuna og þakkaðu honum fyrir eða hældu honum fyrir að vera góður þjónn, þakkaðu vinum þínum fyrir að hafa staðið með þér á tímapunkti sem skipti þig máli, talaðu um hlutinn og láttu manneskjuna vita hversu mikið þessi hjálp skipti þig máli.
Ef einhver opnar eða heldur hurðinni opinni, réttir þér eitthvað, hjálpar þér með eitthvað, þakkaðu ávallt fyrir!

Vinkona mín átti erfiða mánuði, ég var alltaf til staðar fyrir hana, hlustaði og sagði mína skoðun ef hún bað álit, hinsvegar gerði ég mér enga grein fyrir því hvað vinátta mín og stuðningur skiptu hana miklu máli fyrr en hún sagði mér það, hún talaði um allt í gegn hvað ég hjálpaði henni mikið í hinu og þessu og hvað henni fannst gott að geta talað við mig, mér þótti mjög vænt um þessar þakkir.

Berum virðingu fyrir öllum í kringum okkur, hrósum og þökkum fyrir.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here