Bland hefur ákveðið að taka næsta skrefið í bílasölu á netinu og ráðið löggiltan bílasala til að annast umsýslu slíkra mála á vefnum.
Bland hefur farið ört stækkandi sem sölutorg á netinu og aukin sala á bílum í gegnum vefinn hefur orðið til þess að meiri áhersla verður lögð á þróun á sölu farartækja.
Hátt í 10.000 farartæki eru skráð á Bland í hverjum mánuði og mörg hundruð bílar ganga kaupum og sölum í hverri viku. Samkvæmt rannsóknum okkar þá er hlutdeild Bland í kringum 60% í sölu á notuðum bílum á landinu.
Með ráðningu löggilts bílasala verður lögð áhersla á að bjóða notendum Bland upp á þann möguleika að fá alla helstu aðstoð við bílaviðskipti og fer meirihluti aðstoðarinnar fram í gegnum netið.