Matvælaframleiðendur eru alltaf að leita nýrra leiða til að kynna vörur sínar. Næstu tvo daga munu gestir Kringlunnar geta greitt fyrir morgunkorn með Instagram-myndum. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi óvenjulega leið er farinn við markaðssetningu hér á landi, en Kelloggs stóð fyrir samskonar viðburði í Svíþjóð í sumar.
Tilgangurinn með framtakinu er að kynna breytta uppskrift að þessu vinsæla morgunkorni. Í tengslum við opnun búðarinnar var gerð könnun á notkun Íslendinga á samfélagsmiðlum. Leiddi hún í ljós að Instagram er næstvinsælasti samfélagsmiðill á Íslandi og að fleiri kjósa að nota Instagram til að birta myndir heldur en Facebook.
Um er að ræða pop-up verslun þar sem gestir og gangandi geta greitt fyrir kassa af nýja morgunkorninu með því að taka mynd af sér við verslunina með kassa af Special K og birta hana á Instagram, merkta #nyttspecialk. Instabúð Kelloggs Special K verður opin í Kringlunni í dag, föstudag, á milli kl.11:30 og 19:00 og á morgun laugardag á milli kl.11:30 og 18:00.