Vilt þú slá í gegn í næsta partíi – Komdu og lærðu á ukulele!

Haraldur R. Sverrisson er með fyrirtækið Ukulele Reykjavik og er að fara af stað með námskeið fyrir þá sem vilja læra á Ukulele.

„Hvern langar ekki að verða eins og feiti gaurinn í strápilsinu á ströndinni, spilandi á ukulele og syngja seiðandi röddu?“ segir Haraldur í samtali við Hún.is. „Námskeiðið er fyrir alla, börn og fullorðna og það verður kennt  í hljóðfæraversluninni Sangitamiya á Klapparstíg (bláu búðin), einu sinni í viku á þriðjudögum og/eða fimmtudögum kl. 18.10 og 19.00. Kennt verður í litlum hópum og gleðin höfð að leiðarljósi.“

Haraldur segir að þetta hafi byrjað sem námskeið í skóla dóttur hans svo hafi alltaf fleiri og fleiri viljað koma börnunum sínum að. „ Svo var ég lika búinn að heyra að margir foreldrar væru að tengja við áherslurnar sem hafðar eru að leiðarljósi, það er að börnin eigi gæðastund með vinum og vinkonum við hljóðfæraleik þar sem leiðin að markinu er í forgrunni en ekki markið sjálft,“ segir Haraldur að lokum

Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að skella þér á námskeið eða senda barnið þitt þá getur þú hringt í 6983126 eða sent póst á ukulelereykjavik@gmail.com.

Heimasíða Ukulele Reykjavík

SHARE