Segir að vaxtarræktin hafi bjargað sér úr klóm anorexíu – Var tæp 42 kg þegar hún byrjaði að æfa

Líkamsræktin bjargaði Lisu Cross frá anorexíu.

 

Hún var ekki nema tæp 42 kg. og segir að vaxtarræktin hafi hrifið sig úr klóm anorexíu.

Lisa Cross hafði óbeit á líkama sínum þegar hún var unglingur og varð að kaupa sér barnastærðir því að hún var svo grönn. En svo uppgötvaði hún vaxtarrækt fyrir konur og hætti að svelta sig og fór að borða tíu máltíðir á dag og er nú heilbrigðari, segir hún í viðtali við Dailymail, en hún var nokkru sinni áður.

Í dag þarf Lisa um 5000 hitaeiningar á dag og borðar aðallega hafra, hrísgrjón, kalkúna, nautasteikur og brokkólí og drekkur prótíndrykki.

Hún segist aldrei hafa verið eins ánægð með sig og hún er núna, henni finnst hún kvenleg og aðlaðandi.

„Matarsmekkur minn hefur gjörbreyst eftir að ég fór að æfa. Nú borða ég ekki til að fá bragðið, nú er fæðan eldsneyti fyrir líkamann en áður óttaðist ég hvað matur gæti gert líkama mínum.  Þegar þetta var fékk ég um 500 hitaeiningar á dag en nú er dagskammturinn um 5000“.

 

Átröskun Lisu hófst þegar hún var að ljúka skyldunáminu.

Pabbi hennar tók þessa mynd af henni til að sýna henni hvað hún var grönn og reyna að fá hana til að borða. Hún var svo grönn að hún varð að nota barnastærðir.


K
om sér undan matmálstímum og drakk vatn allan daginn og borðaði smá ávexti

 

Hún rifjar upp að hún hafi ekki verið mjög duglegur nemandi og líklegast var þessi fyrirtekt mín að svelta mig það eina sem ég gat ráðið sjálf, segir hún. „Ég byrjaði á þessu fyrir alvöru þegar ég var fimmtán ára. Ég fékk mér svolítið af ávöxtum á morgnana og svo drakk ég bara vatn allan daginn og kom mér alltaf undan því að vera heima við á matmálstímum. ”

 

„Þegar fólk var að reyna að fá mig til að borða brást ég hið versta við og þetta var eilíft átakamál í fjölskyldunni. Ég breyttist sem manneskja og forðaðist að tala við aðra af ótta við að farið yrði að tala um mat.”


Hárið fór að detta af henni

Hún segist hafa náð botninum þegar hárið fór að detta af henni. Hún tók eftir því dag einn þegar hún var í sturtu að hárið kom af henni í flyksum.  Henni brá ofsalega við þetta. Þar að auki var hún með stöðugan brjóstverk og alltaf kalt. Hún var með liðverki og orkan í raun engin.

 

„Ég hafði ekki áhuga fyrir neinu og svaf lítið og illa. Svo reyndi ég að gera einhverjar æfingar á gólfinu heima en fann svo mikið til í líkamanum þegar hann nuddaðist við gólfið að það gekk ekki“.

Lisa flutti til Japan og fór þá að stunda vaxtarrækt og áttaði sig á gildi þess að vera heilbrigð og að neyta hollrar fæðu. Hún áttaði sig á því að fæðan er eldsneyti líkamans. 

„Þar kom sögu að ég áttaði mig á því að ég átti völ á tvennu. Annað hvort gat ég náð bata eða haldið áfram að veikjast“. Henni gekk vel á lokaprófunum og komst áfram í háskóla og lauk prófum í rússnesku og stjórnmálafræði við háskólann í Birmingham. En hún var enn mjög veik af anorexíu og mataræði hennar var mjög ábótavant.

„Ég var að reyna að ná heilsu en ég var svo lengi búin að vera hrædd við mat að ég vissi ekki hvað og hvernig ég ætti að borða“.

Að loknu háskólaprófi flutti Lisa til Japan þar sem hún fékk stöðu sem enskukennari. Það var þá sem hún áttaði sig á stöðunni eins og hún var.

Hún fór að búa með japönskum manni sem stundaði vaxtarrækt og þar í landi borðar fólk saman og hún komst ekki upp með að borða eitthvað úti í horni. Maturinn var hollur og henni líkaði breytingin sem hún fór að finna á sjáfri sér. Svo fór hún að æfa og smám saman þróuðust mál í það sem nú er orðinn lífsmáti hennar. Henni gekk vel að æfa og svo fór hún að taka þátt í keppnum og gekk vel.

Hún æfir í einn og hálfan tíma, sex daga vikunnar,  borðar tíu sinnum á dag og fær  5000 hitaeiningar daglega úr mat sínum. 

Lisa hefur tekjur sínar af líkamsræktarstöð sem hún rekur ásamt fyrirsætustörfum og auglýsingum.  Hún segir að þegar hún æfi líði henni vel. Hún segist ekki vilja láta trufla sig meðan hún er að æfa og segist ætla að stunda vaxtarrækt eins lengi og hún getur.

Heimild

SHARE