Táningsstúlka með Downs heilkenni fékk draum sinn uppfylltan. Hin 17 ára gamla Karrie Brown mun verða nýja andlit fatamerksins „Wet Seal“ en móðir hennar stofnaði Facebook-síðu í þeim tilgangi að hún fengi tækifæri.
Yfir 20.000 manns like-uðu síðuna og náði framtakið inná borð til „Wet Seal“ sem svo ákváðu að bjóða Karrie og móðir hennar til sín í myndatöku. Myndirnar munu svo birtast á næstu dögum á heimasíðu Wet Seal.
„Hún bað um tónlist með Justin Bieber á meðan myndatakan stóð yfir svo hún gæti dansað og sungið“ sagði Yasmin Ezaby starfsmaður Wet Seal. „Þetta var rosalega gaman og hún var eitthvað svo eðlileg“ sagði hún. Ekki slæmt miðað við að móðir Karrie segist reglulega hafa verið minnt á það að „búast ekki við neinu frá dóttir sinni“.