Fergie birtir mynd af gullfallegum syni sínum og skellir sér á stefnumót með makanum

Fergie og Josh Duhamel eignuðust soninn Axl Jack fyrir 4 vikum síðan. Þau hafa birt nokkrar myndir af lita syninum á Instagram og það verður að segjast eins og er, hann er alveg yndislegur.


Fergie birti eftirfarandi mynd tveimur dögum eftir fæðingu drengsins en þá var heyrn drengsins mæld og fékk drengurinn toppeinkunn. Drengurinn fæddist með fyrirfram ákveðnum keisaraskurði sem gekk eins og í sögu að sögn foreldranna.


Foreldrarnir nýbökuðu fóru á stefnumót á dögunum, fjórum vikum eftir fæðingu drengins og virtust bæði heilbrigð og hamingjusöm.

SHARE