Kjúklingasalat og hvítlauksbrauð sem þú verður að prófa – Uppskrift

Við fórum í mat til tengdó eins og svo oft áður og ekki urðum við fyrir vonbrigðum þegar við sáum hvað hún galdraði fram. Ekki nóg með að maturinn leit einstaklega vel út heldur var hann ótrúlega bragðgóður líka. Hún bar fram dýrindis kjúklingasalat með heimagerðu hvítlauksbrauði og hér er uppskriftin. Hún er upprunalega úr uppskriftabók Jóa Fel en hún breytti henni aðeins.
Salat með baguette brauði.
klettasalat og eitthvað annað salat blandað saman
2 hvítlauksgeirar (eða meira eftir smekk)
4 msk. olífuolía
2 msk sítrónusafi
80 gr. parmesanostur
2 kjúklingabringur
salt og pipar
Baguette brauð
100 gr. smjör
ca 4 hvítlauksgeirar (eða meira eftir smekk)
5 msk. olía
steinselja og parmesanostur.
Saxa hvítlauk og blanda saman við olífuolíuna og sítrónusafann. Rífa parmesanostinn niður og blanda öllu vel saman. Setja salatið í skál og blanda salatsósunni saman við.
Aðferð
Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og steikið, kryddið með limepipar og salti. Raðið á salatið.
Skera baguette brauðið. Búa til hvítlaukssmjör úr smjöri, hvítlauk, olíu og steinselju. Smyrja brauðið með hvítlaukssmjörinu og rista í ofni. Strá síðan nýrifnum parmesanosti yfir brauðið um leið og það er tekið úr ofninum.

Svo er bara að njóta í góðum félagsskap

SHARE